Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hrafn fagnar réttlæti að lokum: „Ein stærsta stund lífs míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson, hugsjónamaður, rithöfundur og skákfrömuður, greinir frá því á Facebook að Kjartan Björgvinsson og Urður Njarðvík hafi heimsótt hann á Sjúkrahótelið. Þau hófu nýverið rannsókn á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Þar voru börn einstæðra, fátækra og veikra mæðra vistuð.

Hrafn segir þetta eina stærstu stund lífs síns. Hann var nýverið greindur með krabbamein á lokastigi. Hrafn skrifar: „ÞAU MUNU LEIÐA SANNLEIKANN Í LJÓS. Ein stærsta stund lífs míns: Kjartan Björgvinsson og Urður Njarðvík eru í rannsóknarnefndinni sem á að fara í saumana á ,,Vöggustofumálinu“. Þau komu að heimsækja mig á Sjúkrahótelið og við áttum mjög merkilega stund saman.“

Hrafn vonast til þess að nú sé loksins kominn tími réttlætis fyrir öll vöggustofubörnin. „Vöggustofumálið snýst um UNGBARNAFANGELSI REYKJAVÍKURBORGAR sem rekin voru 1949-79. Ég var settur á Thorvaldsen 8 mánaða og var þar í 10 vikur. Nú fer í hönd tími RÉTTLÆTIS fyrir vöggustofubörn og alla útburði Íslandssögunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -