Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hrafn stefnir ríkinu: „Ég er í engum vafa um hvernig viðureign mín við íslenska ríkið fer“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í helgarblaði Fréttablaðsins var ítarlegt viðtal við Hrafn Jökulsson. Þar fer hann í saumana á krabbameinsveikindum sínum sem hann kallar Surtlu og frelsinssviptingu sem hann varð fyrir þegar sérsveitir og samningateymi ríkislögreglustjóra auk héraðslækni á Hvammstanga mættu á Brú í Hrútafirði þar sem hann dvaldi. Krefst Hrafn að íslenska ríkið greiði sér samanlagt 123.711.465 krónur í tveimur stefnum.

„Það eru mikil forréttindi að fá að takast bæði á við íslenska ríkisvaldið og hana Surtlu mína í öllu sínu veldi samtímis. Ég er í engum vafa um hvernig viðureign mín við íslenska ríkið fer en ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi sjálfur að sjá réttlætinu fullnægt. En sá dagur mun koma,“ segir Hrafn í upphafi viðtalsins við blaðamann Fréttablaðsins.

Tvær stefnur

Annars vegar höfðar Hrafn Jökulsson mál fyrir Héraðsdómi gegn heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríksins til greiðslu á 58.211.465 krónum auk dráttarvaxta. Byggir Hrafn stefnu sína á því að læknirinn sem rannsakaði hann, eftir að hann fann fyrir særindum í hálsi, hafi gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Ekki hafi verið framkvæmd fullnægjandi rannsókn né heldur henni fylgt eftir.

En eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum greindist Hrafn með lófastórt krabbameinsæxli í hálsi. Krabbameinið er á lokastigi.

Hinsvegar höfðar Hrafn mál fyrir Héraðsdómi gegn dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríksins til greiðslu á 65.500.000 krónum auk dráttarvaxta. Byggir Hrafn stefnu sína á því tjóni af hann hafi orðið fyrir vegna allrar handtökunnar á Brú, flutnings á sjúkrahús og nauðungarvistunar þar og framkvæmdar hennar.

- Auglýsing -

„Nú er ég loksins tilbúinn að leggja fram mitt mál eftir að hafa í næstum tvö ár þurft að rannsaka sjálfur með hjálp lögmanns míns, Reimars Péturssonar, og ómetanlegra vina, ráðgátuna miklu um hvað gerðist á Brú í Hrútafirði 31. október 2020 klukkan 23.06. Þegar sérsveitir ríkislögreglustjóra úr tveimur landsfjórðungum og gjörvallt lögreglulið Vestur-Húnavatnssýslu ásamt samningateymi ríkislögreglustjóra og héraðslækni á Hvammstanga voru saman komin á Brú í Hrútafirði, þar sem ég var að ganga til náða eftir viðburðaríka viku og hlakkaði til þess að vakna frjáls maður 1. nóvember þegar ég yrði 55 ára og ætlaði að byrja nýtt og enn þá skemmtilegra líf,“ segir Hrafn í viðtalinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -