Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vilja reisa vindmyllur við Lagarfljót: „Tilkynning hefur verið send Skipulagsstofnun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orkusalan hefur hug á að setja upp fyrstu vindmyllur á Austurlandi síðan vindmyllan á Eskifirði var og hét.

Austurfrétt segir frá að Orkusalan, sem er dótturfyrirtæki RARIK, hafi um hríð haft áhuga á að setja upp fyrstu vindmyllur á Austurlandi við Lagarfossvirkjun. Til að byrja með eru tvær slíkar vindmyllur á teikniborðinu. Ástæðan fyrir þessari staðsetningu er sú að bæði eru þar miklir vindstraumar og þá eru auðveldar tengingar inn á raforkukerfið í gegnum Lagarfossvirkjun sem Orkusalan rekur. Gert er ráð fyrir því að vindmyllurnar tvær muni framleiða allt að 9,8 MW af rafmagni.

Ein af útfærslunum. Myndin er samsett.
Líkan: Orkusalan

„Staðan á verkefninu er sú að tilkynning hefur verið send Skipulagsstofnun varðandi breytingar á aðalskipulagi og þar verður tekin ákvörðun um hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar í samtali við Austurfrétt.

Nánari fyrirspurnir hafa nú þegar borist frá Skipulagsstofnun að sögn Magnúsar, sem nú er farið yfir og unnið úr. Unnið er að nánari útfærslu og hönnun á þessum miklu mannvirkjum á meðan það ferli er í gangi. Myllurnar verða um 170 metrar á hæð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -