„Það er ekkert að því að vera karlmaður. Maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður, maður á að vera stoltur af því að vera karlmaður. Mitt take er að karlmennska er dyggð, það er alltof mikið verið að tala niður karlmenn í samfélaginu, að þeir séu hluti af einhverju kúgandi feðraveldi og séu hvítir foréttindapésar. Það er kominn tími til að við tölum karlmenn aðeins upp og unga drengi upp.
Þetta segir Bergsveinn Ólafsson, fyrirlesari og fyrrverandi knattspyrnumaður, gjarnan kallaður Beggi Ólafs á Instagram. Þar kveður við nýjan tón hjá honum en hann vakti síðast athygli í upphafi árs fyrir að birta mynd af sér grátandi á sama samfélagsmiðli. Þá sagði hann: „Sterkir menn gráta líka“ og hlaut lof margra.
View this post on Instagram
En í dag er hann hafður að háði og spotti, í það minnsta á Twitter. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, skipuleggjandi Druslugöngunnar og lögfræðingur, birtir myndband Bergsvein þar og skrifar: „Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var.“
Tæplega 500 hafa lækað færsluna og margir taka undir með Kolbrúnu. Guðmundur Jörundsson fatahönnuður skrifar til að mynda: „Þorir meðan aðrir þegja þessi!“ meðan Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs og fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, skrifar: „Allt of viðkvæmur þessi ..“