Nokkur fagfélög hafa undanfarna daga gagnrýnt ákvörðun menningar- og viðskiptaráðherra um að ráða Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar án þess að auglýsa starfið. Meðal annars Félag fornleifafræðinga og Félag íslenskra safna og safnmanna.
Ráðamenn skilja ekki alveg að það þarf að vinna með samfélaginu
Í tilkynningu kemur fram að ráðherra hafi nýtt heimild um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismenn milli stofnana.
Jón var formaður starfshóps sem skipaður var af forsætisráðherra um hvernig væri hægt að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu.
„Það grefur undan trausti almennings á stjórnvöldum, þegar ráðamenn skilja ekki alveg að það þarf að vinna með samfélaginu. Ekki bara ákveða fyrir samfélagið hvernig hlutirnir eiga að vera. Það sem er svo mikilvægur hluti af því að byggja upp traust, er gagnsæi og sanngirni í því hvaða möguleika fólk hefur. Þar á meðal um að keppa um æðstu stöður samfélagsins.“