Áhrifavaldurinn, einkaþjálfarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefur varpað ljósi á það sem hún hatar hvað mest í fari fólks. Hún ljóstraði því upp á Twitter:
„Ógeðslegasta sem ég veit er þegar fullorðið fólk fer ofan í tómt baðkar og lætur renna í baðið á meðan það liggur“
Edda fær fjölda athugasemda við tístið þar sem flestir taka undir með henni á meðan einhverjir játa á sig sökina að stunda það að fara ofan í tómt baðkarið. Ásta nokkur er ein þeirra síðarnefndu. „Er ein af þessum ógeðslegu þá og get toppað það með því að þökk sé brjóstaþoku þá er ég ekki einu sinni heldur tvisvar búin að lenda í því síðasta árið að gleyma að setja tappann í baðið og fatta það eftir korter liggjandi í köldum polli,“ segir Ásta.
Hrund einfaldlega skilur ekki hvers vegna fólki gera þetta. „Mér verður svo kalt við tilhugsunina,“ segir hún. Og Loftur tekur í sama streng. „Það og fólk sem sturtar sig ekki eða þrífur fyrir baðið. Skil ekki það að fara óhreinn í hreint og heitt vatnið,“ segir Loftur.