Leikaranum geðþekka John Cusack virðist ekki standa á sama um ritskoðun Icelandair á verkum hans. Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, vekur athygli á því á Twitter að Icelandair ritskoði ónefna kvikmynd hans.
Hann skrifar á ensku og kvartar undan því að Icelandair hafi „döbbað“ Cusack í kvikmyndinni Kviðdómur á flótta, The Runaway Jury. Í útgáfu Icelandair kallar Cusack einhvern ódám en í raun hafi Cusack sagt hann skíthæl. Smára er ekki skemmt.
Svo virðist sem Cusack standi ekki heldur á sama og virðist ætla í málið. Hann deilir tísti Smára og segist greinilega þurfa að drífa sig til Íslands.
I’ll have to go to Iceland ! https://t.co/Gy2iax846i
— John Cusack (@johncusack) August 30, 2022