Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Dýraníð í Borgarnesi: „Grunar að eitt hrossið sé dautt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu. Allir bíða eftir að skepnunum sé komið í betri aðstæður. Fleiri fleiri manns hafa látið vita,“ segir Steinunn Árnadóttir er organisti í Borgarneskirkjuí samtali við Vísi. Fólk óttist hins vegar þann sem haldi hrossinn og því þori enginn að segja neitt.

Steinunn segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni.

Hún deildi mynd af hrossi sem virðist vannært á Facebook-síðu sinni í dag of létu viðbrögðin lekki á sér standa. Fólk virðist vera í miklu áfalli yfir þessu dýraníði og hafa margir deilt færslu hennar. Fólk áttar sig ekki á því hvers vegna ekki sé gripið inn í.

Á mynd með færslunni sést að hestarnir fá ekki mikla næringu. Steinunn segir að í rauninni sjáist hestarnir sjaldan úti. Þeim sé haldið inni í alltof litlu hesthúsi, líklega 17-18 saman. Hesthúsið ætti þó varla að rúma nema tíu hross að mati Steinunnar.

Hún er óviss um fjöldann vegna þess að hana grunar að eitt hrossið sé dautt.

- Auglýsing -

Í samtali við Mannlíf segir Steinunn að hún voni að með því að vekja athygli á þessu verði eitthvað gert:

„því meira því betra, ekkert annað virðist gera gagn, við erum búin að tilkynna þetta endalaust í allt sumar og fullt af öðru fólki búið að hringja í 112 og biðja um aðstoð. En ekkert gerist, endalaus frestur og „málið er í ferli” hjá MAST.

Hestarnir eru vannærðir og alltof margir í sama bás. Mynd aðsend. Steinunn Árnadóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -