Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ópíóíðafaraldur sannarlega hafinn á Íslandi – Aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr á árinu fjallaði Mannlíf um mögulegan ópíóíða faraldur á Íslandi. Svo virðist sem grunurinn hafi reynst réttur en Rúv sagði í gær frá því að aldrei hafi fleiri látist vegna lyfjaeitrunar.

„Svakalegasti morðinginn á götunni í dag“

Í mars ræddi Mannlíf við Kristján Hafberg Einarsson, sem er að eigin sögn amfetamíns sprautufíkill en hann var hættur að nota fíkniefni og að koma undir sig fótunum. Hann hafði samband við Mannlíf því hann hafði áhyggjur af því að fentanyl-faraldur væri hafinn á Íslandi. Sagðist hann vita um þrjá unga menn sem allir létust fyrir síðustu áramót en þeir voru allir að nota fentanyl. „Ég er nú ekki sjálfur morfín fíkill en fentanyl er svakalegasti morðinginn á götunni í dag. Ég þekki nú bara brot af morfínfíklunum en ég kynntist þessum strákum á Gistiskýlinu og á áfangaheimilum,“ sagði Kristján í viðtali við Mannlíf. Fentanyl er 100 sinnum sterkara verkjalyf en morfín.

Kristján sagði samskiptaforritið Telegram mikið notað til að selja fíkniefni hér á landi og að þar megi sjá gríðarlegt magn af ópíóíðalyfjum til sölu. Sagði hann þau koma aðallega frá Spáni að hann hélt en velti fyrir sér hvort læknar á Íslandi væru að skrifa þetta út í meira mæli en áður.

Sjá einnig: Fentanyl faraldur á Íslandi segir sprautufíkill: „Fentanyl er svakalegasti morðinginn á götunni“

Norðurlandamet í kaupum á ópíóíðum

- Auglýsing -

Í annarri frétt Mannlífs um málið í mars kom fram að vísbendingar væru til staðar um að fentanyl-faraldur væri hafinn á Íslandi. Þar kom aukreitis fram að hvergi á Norðurlöndunum sé verslað jafn mikið af ópíóðíum en á Íslandi. Í aldurshópnum 30-44 ára hafa lyfjatengd andlát aukist um 47% á milli 2011-2015 og 2016-2020. Sala á fentanyli hafði lækkað umtalsvert frá árinu 2016 en 10% aukning mátti sjá á milli 2020 og 2021 sem verður að teljast nokkuð skörp breyting milli ára.

Sjá einnig: Vísbendingar um nýjan fentanyl-faraldur – Lyfjatengdum andlátum hefur fjölgað um 47% hjá 30-44 ára
Sjá einnig: Ópíóíða-óða þjóð – Er fentanyl-faraldur hafinn á Íslandi?

Nöturleg tölfræði

- Auglýsing -

Og nú hefur grunur Mannlífs verið staðfestur, ópíóíðafaraldur er hafinn á Íslandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í gær að aldrei hafi fleiri látist vegna lyfjaeitrana en á síðasta ári samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þar kemur fram að 46 lyfjatengd andlát hafi orðið 2021, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim síðari. Níu af þeim voru undir þrítugu. Algengustu lyfin sem fundust í þeim látnu voru oxycontin og flogaveikislyfið pregabalin en einnig fannst fentanyl og önnur ópíóíðalyf.

Af þeim 46 sem létust voru níu á aldrinum 18-29 ára en flestir voru á aldrinum 30-44 eða 17 manns. Þá voru 13 á aldrinum 45-59 ára, fjórir 60-74 ára og þrír 75 ára eða eldri. Karlarnir voru 28 en konurnar 18 talsins. Alls létust 34 vegna lyfjaeitrunar á höfuðborgarsvæðinu en 12 á landsbyggðinni.

Fram kemur hjá Rúv að árið 2017 hafi verið gerðar 163 krufningar og þar hafi verið 37 eitranir. Í fyrra voru krufningarnar 173 talsins og eitranirnar 58 talsins. Oxycontin fannst í 15 einstaklingum og jafn margir voru með flogaveikislyfið Pregabil í sér. Fyrir fimm árum fannst það efni í sjö látnum einstaklingum. Þá fundust einnig sterk verkjalyf í þeim látnu í fyrra, lyf á borð við kódein, morfín, tramadól, fentanýl, Búprenorfín, Ketóbemídón og metadón. Af ólöglegum fíkniefnum sem fundust í hinum látnu, eru amfetamín, sem er algengast, metamfetamín, MDMA, kókaín og THC, sem er virka efnið í kannabis.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -