Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hrafn Jökulsson gekk í hjónaband: „Uppfylltist mesta ævintýri lífs míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson, skákfrömuður, rithöfundur, mannvinur og náttúruverndarsinni, gekk í hjónaband á dögunum. Hann segir að þar með „ uppfyllist mesta ævintýri lífs míns“ en Hrafn berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa í sumar greinst með banvænt krabbamein.

Hrafn greinir sjálfur frá hjónabandinu í fallegri færslu á Facebook og við skulum gefa rithöfundinum orðið:

Sjá einnig: Hrafn berst af krafti – „Markmið dagsins: Lifa til miðnættis. Og njóta lífsins!“

„Kæru vinir mínir.
22. ágúst 2022 uppfylltist mesta ævintýri lífs míns. Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi. Oddný hefur sýnt mér hvað alvöru hugrekki er. Hún hefur fylgt hjartanu og kom til liðs við mig, kannski síðasta manneskjan á jörðinni sem hafði ástæðu til að leggja mér lið. Ég hef allan tímann leitað að þögla vitninu mínu, leitað að sálufélaga, leitað að stúlkunni sem ég orti til lykilljóðin í mínu lífi. Lesið síðustu ljóðin í „Húsinu fylgdu tveir kettir“ og „Þegar hendur okkar snertast“ ef þið viljið skilja lífsins mesta ævintýr.
Elsku vinir, njótið með okkur!“

Eins og áður sagði berst Hrafn  nú fyrir lífi sínu en í sumar greindist hann með bannvænt krabbamein. Ef þú vilt styrkja hann í baráttunni þá koma hér reikningsupplýsingar: Reikningur: 1161-05-400511 Kennitala: 011165-3709

Mannlíf sendir brúðhjónunum nýbökuðu hamingjuóskir í tilefni hjónabandins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -