Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Páll segir almenning féflettann: „Plata nógu marga til að halda svikamyllunni gangandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson, bloggari á Morgunblaðinu er ekki sáttur við það sem hann kallar vinstrifjölmiðla. „Vinstriflokkar og fjölmiðlar þeirra eru fitulag á þjóðarlíkamanum sem þykknar með aukinni velmegun.“

Hann gefur ekki mikið fyrir íslenska fjölmiðla sem hann segir stofna flokka til að komast á ríkisjötuna. „Markmiðið er að ná í nægilega mörg atkvæði, um 2,5%, og fá ríkisfé.“

En aðalmarkmiðið að hans mati, er að fá þægilega innivinnu, velborgaða með frjálsum vinnutíma.

Hér má rýna betur í það sem Páll er ósáttur við:

„Nýr fjölmiðill sósíalistaforingjans Gunnars Smára bætist við flóru vinstrifjölmiðla. Fyrir á fleti eru RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar. Nú kemur í góðar þarfir ríkisstyrkur Sósíalistaflokksins. RSK-miðlar eru á ríkisframfæri, RÚV alfarið.

Aðrir miðlar með sömu ritstjórnarstefnu eru Mannlíf og Fréttablaðið. Báðar útgáfurnar eru með auðmannaívafi.

- Auglýsing -

Á fjölmiðlamarkaði má þekkja aðferðafræði vinstrimanna úr flokkspólitík. Þeir stofna flokka til að komast á ríkisjötuna. Flokkarnir fara hver í sínu lagi á kosningaveiðilendur að elta uppi kjósendur fyrir hvert kjörtímabil. Markmiðið er að ná í nægilega mörg atkvæði, um 2,5%, og fá ríkisfé.

Flokkar vinstrimanna bjóða hver upp á sína útgáfuna af vinstripólitík og sama gera vinstrimiðlarnir. Þar er bitamunur en ekki fjár. Að baki liggur hugsunin að á hverjum tíma sé hægt að plata nógu marga til að fylkja liði um einhverja vinstrisérvisku.

Í leiðangri Gunnars Smára er endurnýtt samfylkingarfólk, Ólína fyrrum þingmaður, Vg-liðinn Þóra Ásgeirs og eflaust fleiri.

- Auglýsing -

Bæði í flokkspólitík og fjölmiðlarekstri er markmiðið það sama; að fá þægilega innivinnu velborgaða með frjálsum vinnutíma. Herfræðin er alltaf að féfletta almenning með einum eða öðrum hætti.

Einu liðamótin sem vinstrimenn nenna að hreyfa eru þar sem kjálki mætir kúpu. Málbeinið gefur sístreymi orða er flæða fram í fjölmiðlum og á þjóðarsamkundunni. Vitanlega er ekkert að marka orðin. En, sem sagt, á hverjum tíma er hægt að plata nógu marga til að halda svikamyllunni gangandi. Þannig er tryggt framlag úr ríkissjóði og þannig er almenningur féflettur.

Vinstriflokkar og fjölmiðlar þeirra eru fitulag á þjóðarlíkamanum sem þykknar með aukinni velmegun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -