Um klukkan fjögur í dag var þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar kölluð út að beiðni lögreglu. Áhöfnin vinnur nú að því að sækja konu á Tröllaskaga.
Lögregla óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna hestaslyss á Tröllaskaga. Þar hafði kona fallið af baki og slasast.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er um virkt útkall að ræða og því liggja ekki fyrir upplýsingar um líðan konunnar. Stefnt er að því að koma konunni undir læknishendur á sjúkrahúsi, hvort sem það verður á Landspítala að Sjúkrahúsinu á Akureyri.