Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar tekur fram enn eitt dæmið þar sem að manneskja sé ráðin í opinbert starf án þess að staðan hafi verið auglýst.
… staðan var ekki auglýst… þetta er orðin meginregla hjá ríkisstjórn Íslands. Þegar manneskja er svo búin að starfa “tímabundið” í einhvern tíma er staðan auglýst og manneskjan sem þá er komin með reynslu ráðin í starfið. 1/3 https://t.co/ggKzdOOOEM
— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 3, 2022
Helga Vala, minnir á að með þessu séu ráðherrar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fylla fólkið að handvöldu fólk sem fer ekki í gegnum faglegt ráðningarferli, þrátt fyrir skýrar lagareglur þar um:
Auðvitað er þetta vesen, því þá geturðu ekki bara valið alltaf vini þína, en það er ástæða fyrir því að þetta er gert með þessum hætti.
Þetta heitir spilling og allir flokkarnir í ríkisstjórn eru sekir um slíkt. 3/3
— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 3, 2022
Tekið er undir færslu hennar og bætir einn við athugasemd:
„Já, þetta er klassíska aðferð flokkanna til að koma invígðu og innmúruðu fólki í störf hjá ríkinu. Byrja á tímabundinni ráðningu, auglýsa svo starfið – og bingó! Mörg dæmi um þetta á umliðnum árum og áratugum.“
Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem upplýsingafulltrúi félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Tekur Sigríður við starfinu af Grétari Sveini Theódórssyni, sem hafði sinnt starfinu frá árinu 2020.
Staðan var ekki auglýst og var raunar síðast auglýst árið 2019, en heimild er í lögum til þess að ráða fólk tímabundið í störf á vegum hins opinbera til allt að tveggja ára, þrátt fyrir að meginreglan sé sú að laus störf skuli auglýst.
Sigríður er fyrrverandi aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, en hann fékk hana til aðstoðar árið 2018 er hann var á sínu fyrsta starfsári sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Gegndi hún því starfi í rúmt ár.