Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Alvöru nöfn fræga fólksins: Kannastu við Calvin Cordozar Broadus Jr. eða Eilleen Regina Edwards?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar frægðin bankar á dyrnar er eins gott að þú sért með nafn sem fólk getur munað. Af þeim sökum taka sumir upp á því að búa til listamannanafn eða sviðsnafn eins og Kaninn kallar það. Hér fyrir neðan má sjá nokkra fræga einstaklinga og upprunalegu nöfnin þeirra.

Jason Sudeikis

Gamaneikarinn Jason Sudeikis sagði í viðtali við Today að hann hafi verið skýrður Daniel, eftir föður sínum. En eftir stöðugan rugling hafi móðir hans ákveðið að byrja að kalla hann Jason sem er millinafn hans.

Já, þessi er frægur leikari, Jason Sudeikis

Shania Twain

Kántrýstjarnan Shania Twain var ekki skýrð Shania og ættarnafnið er ekki Twain. „Í stuttu máli var ég skýrð Eilleen Regina Edwards en svo var ég ættleitt og þá varð ég Eilleen Regina Twain. Svo gerðist ég atvinnusöngkona og þurfti sviðsnafn sem hljómaði ekki eins og nöfn amma minna en ég var skýrð í höfuðið á báðum ömmum mínum. Ég hitti einhverja sem hér Shania og fannst það fallegt. Og þannig fæddist Shania Twain,“ sagði hún í samtali við Apple Music’s Home Now Radio.

 

- Auglýsing -
Shania nokkur Twain

Cardi B 

Rapparinn Cardi B var skýrð Belcalis Almanzar en tók upp nafnið Bacardi eftir að fjölskyldumeðlimir og vinir hennar byrjuðu að kalla hana sistir Hennessy. Seinna stytti hún nafnið í eitthvað sem passaði betur við hana, Cardi B.

Cardi B er með fína tungu.
Ljósmynd: Chris Almeid

Miley Cyrus

- Auglýsing -

Hið bjarta bros Destiny Hope Cyrus varð til þess að hún var kölluð Smiley sem barn. Seinna styttist nafnið um einn staf og það festist.

 

Miley er flink á luftgítarinn

Snoop Doggy Dogg

Krónprins gangsterarappsins, Snoop Doggy Dogg var ekki skýrðu því nafni, merkilegt nokk. Alvöru nafn hans er ekki alveg eins töff og Snoop Dogg en það er Calvin Cordozar Broadus Jr.

Snoop hefur oft verið meira töff.
Ljósmynd: Flickr

Michael Keaton

Upprunalegi kvikmynda-Batman, Michael Keaton var ekki skýrður því nafni. Hann var það óheppinn að vera skýrður Michael Douglas en af augljósum ástæðum ákvað hann að breyta ættarnafninu í Keaton.

Besti Batman-inn?
Ljósmynd: Flickr

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -