- Auglýsing -
Banani er hinn fullkomni ávöxtur, orkusprengja sem gott er að taka með í nesti. Þegar bananar fara að verða ólystugir og brúnir eru þeir bestir í bakstur og þá er um að gera að nýta þá í dásamlegar kökur og eftirrétti. Ef andinn er ekki yfir ykkur einmitt þá stundina er lítið mál að frysta banana og nota síðar í kökur sem innihalda stappaða banana. Afhýðið þá, skerið í bita og setjið í frystipoka. Munið bara að skrifa utan á hversu mörg stykki eru í pokanum. Hér er einn virkilega góður og einfaldur bananaréttur.
Einfaldur bananaeftirréttur
fyrir 2
1 banani
½ msk. kókospálmasykur, eins má
nota púðursykur
1 msk. kókosmjöl
½ tsk. kardimommuduft
2-3 msk. möndluflögur, ristaðar
Skerið banana í bita. Blandið saman kókospálmasykri, kókosmjöli og kardimommudufti. Blandið öllu saman og skreytið með möndluflögum. Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís.
Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf JakobínaErnudóttir