Söngfuglinn og gleðigjafinn Guðný María Arnþórsdóttir birti í dag frábærar fréttir á Facebook. Beinmergskrabbamein hennar hefur minnkað um 41%.
Guðný greyndist fyrr á árinu með ólæknandi beinmergskrabbamein. Hefur hún verið dugleg að leyfa vinum og aðstandendum að fylgjast með baráttu sinni við hinn illvíga sjúkdóm á Facebook-síðu sinni. Í dag birti hún gleðifréttir og gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar á þeim fréttum:
„Í dag er bara 10 % af krabbameini í blóði þessa beibs, en var yfir 51 % í byrjun maí. Þá talaði einn læknirinn við mig eins og hann ætaði að fara að moka yfir konuna, þá brá Guðnýju Maríu virkilega. Hún sem hefur alltaf verið svo hraust, frá því að hún dró fyrst lífsandann.
Guðný María fær að lifa áfram, ekkert í veröldinni getur toppað það, ég elska lífið mitt meira en allt annað …. loveyou too“
Mannlíf sendir Guðnýju Maríu baráttukveðjur!