Elísabet II (Elizabeth Alexandra Mary) Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Breska hirðin var rétt í þessu að gefa út tilkynningu um andlát Elísabetar Englandsdrottningar en þar með líkur lengstu valdatíð konungsborins einstaklings í sögu Bretlands, en hún sat á valdastólinum í 70 ár.
Fyrir ári síðan tók heilsu hennar að hraka og missti hún af þó nokkrum opinberum viðburðum sem hún var vön að mæta á. Klukkan hálf 12 á íslenskum tíma í dag barst tilkynning frá bresku hirðinni að heilsu drottningarinnar hefði hrakað mikið.
Elísabet lést í Balmoral kastala í Skotlandi í dag en nánustu fjölskyldumeðlimir hennar voru viðstödd andlátið.
Karl bretaprins er nú tekinn við og því konungur Englands.