Læknir Hrafns Jökulssonar, skákfrömuðar, rithöfundar og baráttumanns, telur baráttu hans við krabbamein vonlausa. Hrafn kallar meinið Surtlu og hefur barist fyrir opnum tjöldum við vágestinn. Nú stendur baráttan sem hæst og Hrafn biður ættingja sína að koma til sín til að fá kraft til að berjast.
.„OPERATION MIKAEL — ÖGURSTUND
Læknir minn telur frekari baráttu vonlausa enda veltist Surtla um af hlátri. Hörð snerra, vissulega, en aldrei skal ég gefast upp á sólríkum degi.
Allt getur gerst — en allt getur alltaf gerst.
Verum glöð! Lifið er forréttindi
Lag dagsins: Sól, sól skín á mig!
FRAM TIL SIGURS!
***
Mynd: Ættartré mitt. Nú kalla ég mitt fólk!“