Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti í fótboltanum hér heima að undanförnu; liðið hefur ekki uppskorið sigur í síðustu fjórum leikjum í efstu deild karla; tapað síðustu tveimur.
Óhætt er að segja að tap liðsins gegn Leikni í gær, 1-0 gegn Leikni Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu og var manni færri stærstan hluta leiksins, hafi komið verulega á óvart; Leiknir tapaði gegn Víkingi í umferðinni á undan, með níu mörkum gegn engu. Þá er ekki langt um liðið síðan Valur tapaði gegn Breiðablik.
Farið var yfir stöðu Valsmanna í Þungavigtinni í gærkvöld.
Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi – þekkari sem Rikki G – segist hafa átt spjall við leikmann Vals í gær. Sá leikmaður tjáði Ríkharð að daginn eftir tapleikinn áðurnefnda gegn Breiðablik hafi verið spilaður golfhringur:

„Endurheimtarleikur Vals daginn eftir leik var átján holu golfhringur. Mörgum fannst þetta skrýtið, að þetta væri endurheimtin, en ekki það að fara yfir það sem þyrfti að bæta,“ sagði Ríkharð; einnig að engar línur hafi verið lagðar fyrir leikmenn félagsins fyrir tapleikinn gegn Leikni í gær:
„Það var ekkert slíkt fyrir leikinn gegn Leikni. Það var enginn hittingur, menn mættu bara upp á völl eins og þriðju eða fjórðu deildarlið. Þetta hlýtur að segja manni að Óli Jó verði ekki þarna eftir tímabilið. Er honum bara orðið alveg sama?“