Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Orkukreppan kostar þig 86 þúsund á ári – Almennar bensínstöðvar með nánast algjörlega samræmt verð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði kom mjög við fjárhag fjölskyldna. Frá því í ágúst 2021 og fram í september í ár hefur líterinn af bensíni hækkað um 34 prósent. En frá því að
lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 hefur bensínið hækkað um 41 prósent.
Í ágúst 2021 eyddi sá sem ók að meðaltali 1200 kílómetra á mánuði rúmum 29 þúsund krónum sem er rúmlega 7 þúsund króna hækkun frá því í ágúst í fyrra þegar sá hinn sami lagði út kr. 22 þúsund krónur. Á ársgrundvelli er munurinn um 84 þúsund krónur. Þetta miðast við bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði. Þetta er gríðrleg hækkun sem þýðir að fjölskylda sem heldur úti teimur bílum þarf að greiða 168 þúsund á ári aukalega vegna orkukreppunnar.

Samkeppni milli fyrirtækjanna sem selja bensín er sáralítil ef marka má skyndikönnun Mannlífs á orkuverði um miðjan september. Aðeins ein bensínstöð, Costco í Garðabæ, sker sig úr. Þar er þó aðeins um að ræða eina bensínstöð og flestir þurfa að leggja lykkju á leið sína með tilheyrandi kostnaðiog  aka langar leiðir til að ná sér í ódýrara eldsneyti. Lægsta verð á bensíni hjá Costco er 296 krónur.

Langódýrasta bensínið fæst í Costco.

Ef þú ert með aðild hjá Costco og verslar allt bensín þar og keyrir 1200 kílómetra mánuði miðað við eyðslu 10 lítra á hundraði á mánuði þá er sparnaðurinn krónur 3.624 krónur á mánuði eða rúmlega 43 þúsund krónur á ári. Þegar tekið hefur verið tilllit til kostnaðar vegna aðildar að Costco, 4800 krónur á ári, er sparnaður 39 þúsund krónur.

Hæsta bensínverðið er hjá N1. Almennt verð þar er 326 krónur á lítrann. Þar munar því rúmum 30 krónum á hvern líter ef litið er til Costco. Það þýðir að sá sem fyllir 60 lítra tank þarf að greiða 1800 krónum meira en hjá Costco. Ef litið er almennt bensínverð á öllum stöðvum er munurinn aðeins 2 til 3 krónur. Það þýðir að viðskiptavinurinn sem ber sig eftir lægsta verðinu sparar innan við 200 krónur á tankinum, í besta falli.

Lægsta verð hjá Orkunni er á Bústaðavegi, Dalvegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi. Með Orkulykli færðu 12 kr afslátt en þó ekki hjá ódýrustu stöðunum. Með því að nota lykil hjá Orkunni í Njarðvík þar sem verðið er 311 krónur færðu líterinn á 299 krónur sem er ódýrara en á ódýrustu stöðvunum. Ódýrasta bensínið hjá Olís er á Akureyri. Ódýrasta bensínið hjá hjá ÓB er á Hlíðarbraut Akureyri, Arnarsmára, Bæjarlind, Fjarðarkaup og Hamraborg
Ódýrasta bensínið hjá N1 er á Tryggvabraut Akureyri, Skógarlind, Reykjavíkurvegi og Norðurhellu.

- Auglýsing -

Hjá Atlantsolíu fá félagar í FÍB 16 kr afslátt en þó ekki af þeim stöðvum sem eru ódýrastar. Almennur afsláttur er 5 krónur á líter ef greitt er með lykli. Lægsta verð hjá Atlantsolíu er í Kaplakrika, Sprengisandi og Baldursnesi Akureyri. Margir nýta sér lykla hjá stöðvunum og ná hagstæðara verði.

Það er vandséð hvernig fólk getur haldið niðri kostnaði á eldsneyti með verðsamanburði. Verðlagning olíufélaganna er þannig að sáralítill munur er almennt á verðinu. Afslættir á einstökum stöðvum eru tilviljanakenndir og engin leið að elta slíkt til að ná fram sparnaði í raun.

Box: 13 leiðir til að spara bensín

- Auglýsing -

1. Veldu bíl sem er sparneytinn.

2. Allt sem gert er til að draga úr bensíneyðslu sparar peninga

3. Hafðu í huga að hægt er að fá hjólbarða sem draga úr núningsmótstöðu vegar.

4. Gakktu eða hjólaðu styttri vegalengdir.

5. Skipuleggðu samflot í bíl með öðrum.

6. Skipuleggðu útréttingar.

7. Hraðakstur eykur bensíneyðslu. Aktu á löglegum hraða.

8. Sparaðu inngjöfina og forðastu snögghemlun. Þú sparar bensín og dregur úr mengun.

9. Skiptu reglulega um olíu, loft- og olíusíu.

10. Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum sem næst því hámarki sem framleiðandi gefur
upp. Það dregur úr bensíneyðslu og eykur endingu hjólbarðanna.

11. Mjög mikilvægt er að stilla gang bílsins.

12. Aktu ekki með óþarfa hluti sem auka þyngd bílsins. Hvert aukakíló í bílnum þýðir aukna bensínnotkun.

13. Forðastu að aka um með tóma farangursgrind eða opna glugga, það eykur
verulega loftmótstöðu og þar með bensíneyðslu og mengun.

*Sparnaðarráð FÍB. Upplýsingar um verðþróun frá ASÍ *Eldsneytisverð 13.09.22 *Aðild að FÍB kostar kr 9.180 en þar eru ýmis fleiri fríðindi í boði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -