Knattspyrnulið Augnablik sem keppir í þriðju deildinni safnaði samtals 509.393 krónur vegna harmleiksins á Blönduósi. Peningurinn verður millifærður á styrktarsjóð. Auknablik greinir frá þessu á Twitter.
Síðastliðinn laugardag mæti Augnablik Kormáki/hvöt en félagið ákvað að gefa allan aðgangseyri sem safnast til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi í síðasta mánuði. Félagið rukkaði inn 1500 krónur og rann óskiptur til aðstandenda.
Söfnun lokið.
Alls söfnuðust 509.393 krónur og hafa þær verið millifærðar á styrktarsjóði vegna málsins á Blönduósi.
Kærar kveðjur til allra sem lögðu sitt af mörkum.
💚💚— Augnablik (@Augnablikid) September 14, 2022