Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi landsleikjaglugga. Að minnst kosti ef marka má heimildir Morgunblaðsins.
Á dag kl. 13:15 mun Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, opinbera hópinn sem leikur tvo leiki í mánuðnum. Íslendingar mæta Venesúela í vináttulandsleik, sem fram fer í Austurríki, eftir viku. Aðeins 5 dögum síðar mætir íslenska karlalandsliðið Albaníu í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni.
Nú er orðið ljóst að fyrrum fyrirliðinn, Aron Einar, muni á nýjan leik spila fyrir hönd þjóðarinnar. Nokkuð er um liðið síðan ríkissaksóknari tilkynnti um niðurfellingu á rannsókn á meintu nauðgunarmáli hans og fyrrum landsliðsmannsins Eggerti Gunnþóri Jónssyni.
Ljóst er samkvæmt þeirri niðurstöðu að Aron Einar hefur verið hreinsaður af ákærunni og í raun ekkert sem segir að það sé eitthvað óeðlilegt að hann verði valinn í hópinn á nýjan leik – en Aron Einar hefur ekkert leikið með landsliðinu síðan í júní á síðasta ári.
Sem fótboltamaður er Aron Einar enn í fullu fjöri, og á enn töluvert inni þrátt fyrir langan feril.
Í fyrsta sinn í langan tíma getur Arnar Þór þjálfari valið alla þá leikmenn sem hann hafði hug á að velja en Alfreð Finnbogason verður einnig í hópnum, sem og Jóhann Berg Guðmundsson ef meiðsli hans eru ekki of alvarleg.
Sjá einnig: