Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

KÖNNUN – Sjáðu hvað íslensku þjóðinni finnst raunverulega um Íslendingasögurnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á samfélagsmiðlinum Twitter fer nú fram áhugaverð umræða og kosning meðal íslenskra netverja um hvort þeim hafi þótt gaman að því að lesa og læra um Íslendingasögurnar. Það er Siggeir nokkur sem óskar eftir atkvæðunum og býður hann kjósendum jafnframt upp á að útskýra atkvæði sitt. Spurning Siggeirs er einföld:

„Fannst einhverjum gaman að lesa og læra um Íslendingarsögurnar í grunnskóla?“

Og hann ríður sjálfur á vaðið með skoðun sína: „Fyrir utan dönsku þá eru þetta mínar verstu námsminningar úr grunnskóla. Og mér fannst mjög gaman í skóla og stóð mig heilt yfir vel, en ég náði aldrei neinni tengingu við þetta efni. Ég velti því fyrir mér hvort það sé betur geymt til seinni menntastiga,“ veltir Siggeir fyrir sér.

Þjóðin hefur sagt hug sinn en 220 atkvæði bárust í könnunina. Þetta eru niðurstöður hinnar óformlegu skoðanakönnun Siggeirs:

39,5 prósent

Nei

- Auglýsing -

41 prósent

Bæði og

19,5 prósent

- Auglýsing -

 

Hér koma nokkur dæmi um það sem íslenska þjóðin hefur að segja um Íslendingasögurnar:

Klárt nei, kennslan var svo þurr og óspennandi. Gaman að lesa sögurnar, en kennarnir náðu engan veginn að gera námsefnið spennandi eða áhugavert. Held þeim hafi sjálfum leiðst mest í tímunum.

Sagði já, fannst ekki gaman að lesa þær en kennarinn fór yfir sögurnar og þær urðu skemmtilegar og lifandi í meðförum hennar

Alls ekki, en eftirá að hyggja er það klárlega kennsluaðferðirnar og miðlun frá kennara. Ég gerði þess vegna í því, þegar ég kenndi Kjalnesingasögu í fyrra, að leiklesa fyrir og með nemendum mínum og reyna að tengja þetta á einhvern hátt við þeirra raunveruleika.

Mér fannst þetta skemmtilegt. Held það hafi mikið haft að gera með að kennarinn var góður og útskýrði vel. En ég var svosum barnið sem las þjóðsögubindin mér til skemmtunar

Sko já og nei. Ein var kennd af kennara sem gat ekki verið meira sama þó við skildum ekki neitt. Leiðinlegt.Önnur var leiklesin, notuð dæmi úr nútímanum og útskýrð á mjög skemmtilegan hátt. Skemmtileg.

Nei alls ekki gaman. Eiginlega algert drep sko. Hef svo lesið þær eitthvað eftir að ég varð fulloðin og þær eru enn drepleiðinlegar

Það var miserfitt en Njála var verst, að þurfa að læra allskonar ættartengsl f próf og græða ekkert á því. 10 árum síðar er ég að kenna hana sem er mikið betra, gaman að benda á þurru, hæðnu brandarana sem sýna svo vel íslenskan húmor og þjóðarsál + get fókuserað á það mikilvæga.

Nei – ég náði engu sambandi við þetta efni og við það situr enn í dag. Fannst aftur á móti gaman í dönsku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -