Íslenskir netverjar eru beðnir um að hafa opin augu fyrir tveimur hundum sem hafa verið týndir í Skagabyggð frá því í maí síðastliðnum. Eigendur hundanna tveggja, Mola og Pjakks, segja hundana hafa gufað upp 15. maí og ekkert hafi síðan til þeirra spurst.
Í fjölmennum hópi hundaeigenda á Facebook, Hundasamfélagið, eru meðlimir beðnir um að hafa augun opin, einkum þeir sem eru í smölun fjár á fjöllum þessa dagana.
Til að fá vísbendingar um hvar hundarnir gætu verið niðurkomnir þá sást síðast til þeirra ofan við bæinn Skeggjastaðir í Skagabyggð. Pjakkur er 12 ára gamall íslenskur fjárhundur, gulur og hvítur að lit, og Moli er tæplega árs gamall Border Collie, svatur og hvítur að lit.
Eigendurnir, Anna Lísa og Nonni, íbúar að Brandaskarfi í Skagabyggð, bíða í ofvæni um að einhverjir geti gefið upplýsingar: „Ef einhver veit eitthvað um örlög þeirra og afdrif, endilega látið okkur vita,“ segja þau.