Meðal Íslendinga á Twitter er talað um fátt annað en umdeilt tíst Hermanns nokkurs Rúnarssonar í dag. Hann fullyrðir að þeir sem taka lyf við ADHD eða athyglisbresti og ofvirkni séu í raun að taka amfetamín, eða spítt í daglegu tali. Margir kvarta sáran undan þessu þó sé vissulega rétt að flest lyf við þessum kvilla séu náskyld amfetamíni efnafræðilega séð.
Hermann skrifar: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og ‘normal’ fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“
Nú tæpum sólarhringi síðar hafa fjölmargir gagnrýnt hann harðlega. Þó margt bendi til þess að Hermann sé að slá á létta strengi þá eru viðbrögðin ekki í þeim anda. Margir segja hann sýna fordóma gegn fötluðum. Enn aðrir segja þessi lyf hafa bjargað lífi sínu og hann eigi að skammast sín. Þess má geta að doktorsritgerð Arndís Sue Ching Löve Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sýndi fram á að neysla amfetamíns í Reykjavík er útbreidd og nánast hvergi meiri í Evrópu.
Hér fyrir neðan má nokkur dæmi um viðbrögð fólks við tísti Hermanns.
Afhverju eru svona margir sem like þetta lélegasta og fordómafulla grín??? https://t.co/6mY2jkQaXo
— theeicelandicstallion 🇮🇸 (@Disamariaa) September 19, 2022
Það tekur MÖRG ár bara það að fá greiningu fyrir ADHD. marga tíma hjá sálfræðingum og geðlæknum. MIKIÐ af peningum, sérstaklega þegar þú býrð úti á landi og þarft að fljúga til Reykjavíkur bara til að hitta sálfræðing. Svo þarf að kaupa rándýrt lyf á mánaðafresti út allt lífið-
— Hildur Woke (@hildurvaka) September 19, 2022
Það er eitthvað svo leiðinlegt að sjá svona tvít og halda að nt fólk heldur að ég sé bara einhver junky því ég vil geta lært og unnið án þess að frjósa eða hafa heilann minn skoppandi um veggina https://t.co/MfZPn75Ml8
— Rosa tósa🦶 (@RosaToesa) September 18, 2022
fordómarnir í þessu tweeti eru ógeð?? af hverju eruði að likea þetta? https://t.co/pexMJuhD5z
— Helga Sigrún (@heilooog) September 18, 2022
Sum rústa lífinu sínu með spíttneyslu á meðan ég tek spítt til að koma í veg fyrir að ég rústi lífinu mínu. LÍFIÐ!
— Hekla Elísabet (@HeklaElisabet) September 18, 2022
Mér finnst flott hjá ADHD fólki að tjá sig um lyfin sín og reynslu en hef samt alveg líka stundum velt fyrir mér hvort það standi í fylgiseðlinum að þau verði að tweeta þegar þau byrja (sorrí). Einnig, hvar eru allar sögurnar af öðrum röskunum og lyfjum?
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) September 19, 2022
Þetta tvít er abelist crap.
— Helga Þórey (@findhelga) September 19, 2022
Það er bara svo ógeðslega mikill munur á að vera eitthvað quirky og gleyma lyklinum og segja við sjálfan sig ,, hey ég er örugglega með adhd🤣😀💁” og fólk sem er með adhd og þarf þessi lyf útaf svo mörgum ástæðum.
Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta tweet.— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) September 18, 2022
Það er bara svo ógeðslega mikill munur á að vera eitthvað quirky og gleyma lyklinum og segja við sjálfan sig ,, hey ég er örugglega með adhd🤣😀💁” og fólk sem er með adhd og þarf þessi lyf útaf svo mörgum ástæðum.
Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta tweet.— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) September 18, 2022
ADHD getur verið mis algengt eftir þjóðfélögum svo ég segi bara eins og sáli sagði mér “það ætti kanski bara að setja ritalin í vatnið”
— Mia (@miathearthoe) September 18, 2022