Klukkan hálf tíu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann sem ráfaði úti á götu í hverfi 108. Lögregla hafði upp á manninum og vísaði honum upp á gangstétt. Hálftíma síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi. Kom í ljós að grunsamlegu mennirnir voru í leit að ánamöðkum.
Þá sinnti lögregla nokkrum útköllum í miðbæ Reykjavíkur. Það fyrsta átti sér stað klukkan níu í gærkvöld þegar maður var grunaður um þjófnað í verslun. Þegar klukkan var að verða tvö í nótt var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í verslun og klukkustund síðar barst tilkynning um þjófnað úr verslun. Bæði skemmdarvargurinn og þjófurinn komust undan. Atvinnuhúsnæði í hverfi 101 stóð í ljósum logum í nótt en samkvæmt dagbók lögreglu náði slökkvilið tökum á eldinum sem var. Engin slys urðu á fólki og er málið í rannsókn.