Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn hafði látið illa og var í annarlegu ástandi. Fékk hann að gista bak við lás og slá. Skömmu síðar þurfti lögregla að hafa afskipti af fólki í miðbænum eftir að tilkynnt hafði verið um hávaða. Málið var afgreitt á vettvangi.
Í Breiðholti vakti lögregla mann sem hafði sofnað í stigagangi. Gekk hann sína leið eftir blundinn. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot í Grafarholti. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndist innbrotsþjófurinn vera húsráðandi sem hafði læst sig úti og reyndi að komast inn. Ökumður var stöðvaður í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um réttindaleysi við akstur. Auk þess voru nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.