Mennirnir sem lögregla handtók vegna gruns um vera undirbúa hryðjuverk á Íslandi eru taldir hafa haft tengsl við hægri öfgahópa á hinum Norðurlöndunum. Stundin fullyrðir þetta.
Lögreglan neitaði að tjá sig hvað þetta varðar á blaðamannafundi sem haldinn var fyrr í dag. Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi, mögulega gegn Alþingi.
Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttakona RÚV, spurði Karl Steinar Valsson á fundinum hvort álykta mætti að árásirnar hafi átt að beinast gegn Alþingi og lögreglu var svarið stutt og laggott: „Það má ætla það.“