Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness og eiginkona Aron Einars Gunnarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í skýjunum með endurkomu hans í landsliðið í leiknum gegn Venesúela í gærkvöldi. Hún er ótrúlega stolt af eiginmanninum og frammistöðu hans.
Aron Einar hafði ekkert spilað fyrir landsliðið frá því að fram komu ásakanir á hendur hans og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010.
Eftir leikinn í gær birti Kristbjörg færslu þar sem hún virðist vera að rifna úr stolti:
„Orð geta ekki lýst hversu stolt ég er af þessum gaur! Hann gefur alltaf allt sem hann á og aðeins meira. Það er langt um liðið, en það er gott að sjá þig aftur þar sem þú átt heima.“
View this post on Instagram