Fram kemur á vef íslensku kauphallarinnar að Sýn hf. sé búið að ráða nýjan forstjóra.
Stjórn Sýnar hf. hefur gengið frá ráðningu Yngva Halldórssonar, sem forstjóra félagsins, en Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands; sat í stjórn félagsins árin 2014-2019.
Síðastliðin tvö ár hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf.
Ingvi kemur í stað Heiðars Guðjónssonar, sem hætti sem forstjóri nýverið vegna heilsubrests.
Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið.
Petrea I. Guðmundsdóttir er stjórnarformaður Sýnar hf. og hún er ánægð með ráðninguna:
„Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess.”
Og líka Yngvi, eðlilega:
„Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu. Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.”