Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Helga Vala um sjálfsvíg ungs fólks: „Það er furðu­lítill á­hugi stjórn­valda á því mikla böli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkonan Helga Vala Helgadóttir segir í nýrri grein að „í síðustu viku upp­lifðum við nýjan veru­leika hér á landi þegar upp­lýst var á blaða­manna­fundi ríkis­lög­reglu­stjóra að tveir ungir menn sætu í gæslu­varð­haldi vegna gruns um skipu­lagningu á hryðju­verkum hér á landi. Lög­reglan gaf þær upp­lýsingar sem hægt var að veita á þessu stigi rann­sóknar og á­fram hélt um­ræðan í sam­fé­laginu næstu daga.“

Bætir við:

„Dóms­mála­ráð­herra steig fram með gamal­kunnan tón, boðar for­virkar rann­sóknar­heimildir, ein­hverjir nefna að auka þurfi við vopna­burð lög­reglu og enn aðrir að efla þurfi rann­sóknir með störfum lög­reglu. Um­ræða um störf og vald­heimildir lög­reglu er afar mikil­væg enda verður hvers konar skerðing á frelsi og frið­helgi borgaranna að vera tekin af vand­lega yfir­veguðu máli og af slíku til­efni að öryggi borgaranna verði ekki fengið með neinum öðrum ráðum.“

Helga Vala bendir á að „fyrir liggur að lög­reglunni er gert að draga saman starf­semi sína á næsta ári, að­halds­krafa er á mála­flokknum í fjár­laga­frum­varpi ríkis­stjórnar á sama tíma og lög­reglan er undir­mönnuð og glímir við æ flóknari og viða­meiri verk­efni. Um ára­bil hefur verið kallað eftir auknu fjár­magni til lög­gæslu í landinu án þess að því hafi verið svarað. Þá hefur líka verið kallað eftir meiri stefnu­mótun í störfum lög­reglu, hvar setja skuli á­herslur í störfum lög­reglu, hvort hægt sé að flýta máls­með­ferð flókinna mála eins og kyn­ferðis­brota og annarra of­beldis­brota sem og hefur verið rætt að skipu­lögð glæpa­starf­semi sé að aukast hér á landi og við því þurfi að bregðast. Ekkert af þessu gerum við án þess að tryggja nægan mann­afla og fjár­magn inn í mála­flokkinn og það áður en tekin er á­kvörðun um að heimila allar að­gerðir lög­reglu án að­komu dóm­stóla.“

Hún segir einnig að í „um­ræðu síðustu daga hef ég einnig reynt að vekja at­hygli á því sem um­ræðan á að snúast um; hvað kom fyrir í lífi ungra manna sem mögu­lega taka á­kvörðun um skipu­lagningu hryðju­verks? Hvað er það í okkar sam­fé­lagi sem elur af sér slíka heift? Það er að mínu mati mál málanna að við skoðum gaum­gæfi­lega hvernig við búum að börnum okkar og ung­mennum. Hvernig við sköpum þeim tæki­færi til að eiga gott líf um­vafin öryggi heimilis og fjöl­skyldu en ekki síður innan veggja skóla.“

Helga Vala nefnir að „far­sældar­málin sem unnin voru meðal annars í þing­manna­nefnd um mál­efni barna á síðasta kjör­tíma­bili eru góðra gjalda verð en það verður að fylgja eftir þeim á­formum sem þar voru svo þau komist til fram­kvæmda í verki en verði ekki orðin tóm. Far­sældar­frum­vörpin inni­héldu tæki til að komast að vandanum en færri tæki til að mæta vandanum sem fundinn er. Á því hafði ég orð við með­ferð málsins í þinginu. Við þurfum vitundar­vakningu í sam­fé­laginu fyrir því hversu mörg börn og ung­menni eru að sýna merki van­líðunar.“

- Auglýsing -

Hún telur til að árið 2014 hafi 81% barna í efstu bekkjum grunn­skóla metið and­lega heilsu sína góða eða mjög góða en að í dag meti einungis 57% barna and­lega heilsu sína góða eða mjög góða.

Hún spyr:

„Hvað er það í sam­fé­laginu okkar sem veldur þessari niður­sveiflu? Það er eitt­hvað mikið að í ríku sam­fé­lagi þegar æ fleiri ungar mann­eskjur velja það að taka líf sitt áður en á full­orðins­árin er komið og það er furðu­lítill á­hugi stjórn­valda á því mikla böli. Það ríkir líka and­vara­leysi yfir því hversu margir ungir menn velja að hætta námi á fram­halds- og há­skóla­stigi og ættu tölurnar um út­skrifaða úr há­skólum landsins, sem sýna 70% kven­stúdenta á móti 30% karls­túdentum, að láta við­vörunar­bjöllurnar hljóma um allt sam­fé­lag.“

- Auglýsing -

Að mati Helgu Völu er „fé­lags­legt ó­jafn­ræði, sem skapast af ó­jafnri menntun milli kynjanna, skað­legt sam­fé­lagi til fram­tíðar; eykur á ó­jafn­ræði milli kynjanna sem við unnum mikið verk í að lag­færa þegar hallaði á konur á síðustu öld. Þar unnum við sigur en virðumst minna með­vituð um þetta mikil­væga verk í dag. Aukin skautun í sam­fé­laginu, þar sem hópum er egnt saman, gerir ekkert annað en að ýta minni­hluta­hópum enn frekar út á jaðar sam­fé­lagsins. Við verðum að spyrja okkur hvaðan kemur hatrið, hvaðan kemur ill­skan, hvað kom fyrir unga menn sem mögu­lega lögðu af stað í skipu­lagningu á hryðju­verkum í ís­lensku sam­fé­lagi. Það er mál málanna og þar þurfum við sam­fé­lags­legt átak.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -