Elín Hirst, fréttamaður Fréttablaðsinu, lét stjórnendur Samherja hafa það óþvegið í leiðara blaðsins, sem bar yfirskriftina Óttastjórnun samherja. Þar lýsti hún stjórnendum Samherja sem einskonar ofbeldisseggjum sem stjórnuðu með því að vekja ótta. Hún uppskar gríðarleg viðbrögð og var ítrekað spurð hvort hún væri „ekkert hrædd“.
Hún segir á Facebook að fólk sé steinhissa á því að hún skuli þora að skrifa þetta um málefni þessa fyrirtækis. „Þetta hefur ekkert með hugrekki að gera, þetta er bara einfalt tjáningarfrelsi sem við erum svo heppin að hafa á Íslandi,“ skrifar Elín.
Hún er reyndar þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hún var þingmaður Sjálfstæðisflokksins eitt kjörtímabil og lenti þar í ónáð fyrir sjálfstæði sitt í skoðunum. Víst er að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og meintur ógnvaldur, kann Fréttablaðinu engar þakkir fyrir skrifin …