Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Coolio er látinn – Fannst inni á baðherbergi hjá vini sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Leon Ivey Jr. eða Coolio eins og hann kallaði sig, lést í gær. Var hann staddur heima hjá vini sínum en hann lést inni á salerni.

Coolio sló rækilega í gegn á tíunda áratug síðustu aldar með laginu Gangsta´s Paradise úr hinni vinsælu kvikmynd Dangerous Minds. Hlaut hann Grammy-verðlaunin fyrir lagið. Minna hefur farið fyrir honum síðustu árin.

Umboðsmaður hans, Jarez Posey staðfesti andlátsfregnina við NBC News þar sem hann sagði: „Það sem ég veit er að hann var heima hjá vini sínum og á salerninu.“ Sagði Jarez að Coolio hefði sennilega látist af völdum hjartaáfalls en ekki hefur verið gefin út opinber dánarorsök.

Samkvæmt TMZ fór vinur Coolio inn á baðherbergi sitt þegar rapparinn svaraði ekki nafni sínu og fann hann meðvitundalausan á gólfinu. Hrindi hann þá á sjúkrabíl.

Lögreglan í Los Angeles sagði E! News að þeir hefðu fengið hringingu um klukkan 16 vegna manns um sextugt sem væri meðvitundalaus en staðfesti ekki um það hver hann væri. Lést maðurinn klukkutíma eftir að viðbragðsaðilar komu á staðinn, þrátt fyrir endurlífgunartilraunir. Sagði lögreglan að maðurinn virðist hafa látist af náttúrulegum orsökum en rannsókn muni leiða það í ljós.

Hér má sjá og heyra helsta slagara Coolio:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -