Við Garðaflöt 21 stendur einbýlishús sem nú hefur verið sett á sölu. Flatirnar eru eitt eftirsóttasta hvefið í Garðabæ enda er það bæði gróið og fjölskylduvænt. Húsið er skráð 201 fermeter en lóðin er gríðarlega stór eða 805 fermetar. Fasteignasalan Lind er með eignina á skrá hjá sér en húsið er hið glæsilegasta að innan.
Líkt og sjá má er búið að endurnýja húsið mjög mikið, nánast allt hefur nýlega verið endurnýjað að innan; gólfefni, eldhús, bæði baðherbergi og innihurðar. Stofan er opin, björt og skemmtilega innréttuð með svolitlum retro stíl.
Eldhúsið er létt og ljóst. Borðplötur eru hvítur kvarts steinn frá Fígaró og er handlaugin einnig hvít og niðurlímd.
Ótrúlega smekklegt og skemmtilegt. Þessi listaverk fara heldur ekki framhjá neinum.
Gestabaðherbergið. Subway flísarnar passa ótrúlega vel með þeim dökku.
Aðalbaðherbergið er mjög glæsilegt, Atlas Concorde flísar eru frá Vídd og er baðkarið frístandandi. Hér hefur svo sannarlega verið vandað til verka og er borðplatan sérvalin frá Efnisveitunni. Fyrir þá sem vilja sjá meira af þessu glæsilega húsi er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar á vef fasteignasölunnar.