Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bandarísk vín verða sífellt betri – Flest þeirra eru ekki flutt úr landi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarísk vín

Vínrækt í Bandaríkjunum á sér villta, en frekar stutta, sögu. Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem að öflug vínframleiðsla fór að þróast og veitti vínum frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni samkeppni. Árið 1976, fengu vín frá Kaliforníu betri dóm en þau frönsku samkvæmt dómnefnd í París og upp frá því hafa bandarísk vín verið talin hluti af ,,vínelítunni.‘‘ Bandarískir vínframleiðendur þurfa ekki að óttast samanburð við evrópsk vín þar sem að flest hágæða bandarísk vín fara aldrei úr landi.

Vínekra í Kaliforníu

Saga bandarískrar vínræktar

Saga Bandaríkjanna er saga farandfólks og uppfinninga. Saga bandarískrar vínræktar er engin undantekning. Fyrstu víngarðarnir voru stofnaðir í Kaliforníu í kringum 1796, þegar Junipero Serra og hópur mexíkóskra landnema gróðursettu vín á hæðunum umhverfis San Diego. Það var svo nokkru síðar, með komu evrópskra landnema, þegar  sérfræðiþekking á víni náði einnig til Bandaríkjanna.

Eftir margvísleg bakslög og nokkrar tilraunir með jarðveg, vínberjategundir og ræktun festi vínið sig í sessi meðal íbúa á staðnum. Með byggingu járnbrautarlínunnar milli austurs og vesturs dreifðist vín frá Kaliforníu síðan til hinnar fjölmennu austurstrandar. Nokkur ár liðu og vínrækt var bönnuð. Þekking glataðist en árið 1933 var banninu loks aflétt. Þrátt fyrir það stöðvaði það ekki samdráttinn fyrir bandarískt vín. Kreppan mikla á þriðja áratugnum og síðari heimsstyrjöldin olli því að lúxusvara flúði í bakgrunninn. Eftir að Bandaríkin sigruðu áskoranir þessa tíma, stækkaði vínræktin aftur og varð stærri en nokkru sinni fyrr. Í dag framleiða næstum öll bandarísk ríki vín, en um 90% af uppskerunni kemur frá Kaliforníu. Eftir dramatíska sögu vínsins í Bandaríkjunum eru bandaríkjamenn þeir fremstu vínframleiðendur heims. Vínin eru margverðlaunuð og veita nú samkeppnisaðilum innblástur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -