„Veit einhver hvað við erum að fara að drepa mörg lömb næstu vikurnar?,“ spyr sjónvarpsmaðurinn geðþekki, Gísli Marteinn Baldursson, á Twitter. Í athugasemdarkerfinu undir færslunni fljúgast á kjötætur og dýraverndunarsinnar.
Gísli Marteinn segir þetta einfaldlega spurning um val á lífstíl.
„Það er akkúrat ekkert mál að velja að borða ekki kjöt. Fullt af frábærum mat til sem krefst þess ekki að við drepum viti borin og góð dýr með tilfinningar og karakter.“
Sjónvarpsstjarnan segist þeirra skoðunnar að Íslendingar eigi að hætta framleiðslu á lambakjöti. Hann blæs á þau rök að með því myndi landið breytast í vindbarða eyðimörk á nokkrum árum. „Ef íslendingar borðuðu kettlinga og sum okkar værum að mótmæla því, þá yrði einmitt sagt: Og hvað, láta þá lifa og éta alla fugla og mýs sem til væru í landinu og landið yrði fugla og músalaust? Sumsé, ég held að framleiðsla tugþúsunda lamba hætti þegar við hættum að borða þau,“ segir Gísli og heldur áfram:
„Fullt af flottum booooyyyyys samt sem eru hættir að borða kjöt. Bara lélegir kokkar og wankers sem fatta ekki hvað það er sjúklega góður matur fyrir utan dýrahræ.“