Maðurinn sem lést í Ólafsfirði á aðfaranótt mánudags hét Tómas Waagfjörð og var fæddur árið 1976. Hann var því tæplega fimmtugur að aldri. Þrjár manneskjur eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, tvær konur og einn karlmaður.
Tómas var myrtur aðfararnótt mánudags í Ólafsfirði. Hann var stunginn með eggvopni og fjórir hafa verið handteknir. Allir eru með réttarstöðu sakborninga. Sambýliskona Tómsar er meðal þeirra fjögurra sem voru handtekin. Heimildir Mannlífs herma að sú sambúð hafi verið stormasöm og meðal annars orðið uppnám í lok seinustu viku í tengslum við yfirvofandi málaferli.
Sjá einnig: Morðið sagt tengt heimilisofbeldi og sambýliskona í haldi: – Hinum látna var áður hótað lífláti
Tómas var stunginn til bana á Ólafsfirði. Hann rak fyrirtæki sem annaðist ræstingar. Móðir hans býr á Spáni og ræddi DV við eiginmann hennar. „Við förum til Íslands á föstudaginn. Maður er svolítið langt frá,“ segir maðurinn. Um næstu helgi kemur fjölskyldan saman til að ræða væntanlega útför Tómasar.