Nemandi í MH sendi frá sér afar sterk skilaboð; segist ekki kæra sig um að þurfa mæta gerendum kynferðisofbeldis á göngum skólans,; hvað þá vera með þeim í verkefnum; sjá þá lifa lífi sínu í engri skömm.
Var vakin athygli á málinu í færslu á Twitter í gær.
Með færslunni má sjá myndir af skilaboðum sem hanga á veggjum skólans; þar er meðal annars spurt að þessu:
„Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar? Gerið eitthvað for fucks sake ætla ekki að vera í sama skóla og strákur sem er kærður um að hafa nauðgað litlu frænku sinni,“ segir að lokum.
Fundur um málið stendur enn yfir hjá stjórnendum MH, og síðan verður blásið til fundar með nemendum vegna málsins.