Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Erla Bolladóttir í Mannlífinu með Reyni Traustasyni:Gefst ekki upp þrátt fyrir ólæknandi krabbamein

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Mannlífinu á föstudaginn ræðir Reynir Traustason við Erlu Bolladóttur. Erla segir frá Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem flestir landsmenn þekkja, sem og krabbameininu sem hún hefur greinst með.

Þátturinn er sá fyrsti í þriggja þátta seríu og verður hann birtur klukkan átta, föstudagskvöldið 7. október á Mannlíf.is.

Erla var aðeins 20 ára með ellefu vikna gamalt barn þegar henni var haldið í gæsluvarðhaldi í 239 daga fyrir meinta aðild hennar í hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hún játaði að hafa orðið Geirfinni að bana eftir fjölmargar, langar yfirheyrslur en hún var í gæsluvarðhaldi þar til játning lá fyrir.
Eftir margra ára baráttu við að fá málið endurupptekið hefur hún enn ekki fundið réttlæti hjá íslenskum dómstólum. Erla glímir við ólæknandi krabbamein en ætlar ekki að gefast upp.

Missið ekki af Mannlífinu með Reyni Traustasyni klukkan 20:00, föstudaginn 7.október á Mannlíf.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -