Matthías Ásgeirsson, formaður félagsins Vantrúar og einnig viðskiptafræðingur, telur að metsala á hlutafé í Kauphöllinni muni enda í tárum. Í morgun hefur verið greint frá því, og það á jákvæðum nótum, að hlutabréfa Origo hefur rokið upp í Kauphöllinni eftir að félagið tilkynnti seint í gærkvöldi um sölu á öllum 40 prósenta eignarhlut sínum í Tempo fyrir um 28 milljarða króna.
Kaupandinn er bandarískur fjárfestingarsjóður, Diversis Capital, en Tempo er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofanð árið 2009 af starfsfólki TM Software. Starfsmannafjöldi Tempo er hátt í 200 manns í dag.
Matthías segir þessar fregnir séu ekki eins jákvæðar og við fyrstu má sýnast. „Það er vonandi verið að skoða viðskipti síðustu viku vandlega, nokkur hækkun dagana á undan gæti bent til þess að einhverjir hafi vitað eitthvað. Mikið er líka gott að losna við enn eitt hugbúnaðarfyrirtæki úr eigu íslendinga!,“ skrifar hann á Twitter og má ætla að hann sé að beita kaldhæðni.
Því ekki eru spádómar hans jákvæðir. Þeir koma í næsta tísti:
„Spádómar:
* söluandvirði verður allt greitt til hluthafa. Eftir stendur verðminna fyrirtæki.
* enginn starfsmaður verður hjá Tempó á Íslandi eftir 3 ár.“