Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Átakanleg saga Erlu: „Eitt kvöldið voru klefadyrnar opnaðar og þá kom hann inn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eitt kvöldið voru klefadyrnar opnaðar og þá kom hann inn. Það var ekkert óvenjulegt.,“ segir Erla Bolladóttir í nýju viðtali við Reyni Traustason. „Hann kom oft inn og sat á rúmstokknum og var ýmist að yfirheyra mig eða vera vinur minn. En þarna allt í einu er orðið hljótt og það er rifa á hurðinni. Hann girti niður um sig og þá var hann búinn að setja á sig verju og allt klárt. Ég sat á rúminu með bakið upp við vegginn við höfðagaflinn. Ég byrjaði að ýta mér nær veggnum en komst ekkert lengra. Hann dró mig niður og lagðist ofan á mig. Það var ekki möguleiki á að ég hefði látið heyrast eitt einasta hljóð í mér af því að ég ímyndaði mér að ég gæti týnt lífinu ef ég hefði gert það og sakað hann um þetta. Ég hefði aldrei þorað að gera það. Þannig að hann athafnaði sig. Hann var kannski búinn að vera í 10-15 mínútur inni í klefanum og þá allt í einu reif hann sig upp og sagði mér að minnast ekki á þetta. Hann gyrti upp um sig og fór svo fram. Svo kom fangavörðurinn og læsti,“ segir Erla.

Maðurinn sem hún talar um er lögreglumaðurinn Sigurbjörn Víðir Eggertsson og fullyrðir hún að hann hafi nauðgað sér í fangaklefanum þegar hún sat í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Erla segir að áður hafi hún beðið um að fá að tala við Örn Höskuldsson, einn aðalrannsakenda málsins, til að segja honum frá fangavörðum sem voru að áreita hana kynferðislega. Hún segir að hann hafi orðið illur og sagst ætla að tala við þá en að það hafi haft í för með sér að fangaverðirnir hafi orðið brjálaðir út í sig. Í viðtalinu segir Erla frá unglingsárin, fyrstu kynnin af eiturlyfjum, Sævar Ciesielski sem hún á barn með, glæpinn, gæsluvarðhaldsvist, ástina sem hún kynntist í steininum, meinta nauðgun og krabbameinið. Nálgast má viðtalið í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -