Eiginkona Tómasar heitins Waagfjörð losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og er ekki lengur grunuð um að eiga aðild að manndrápinu. Faðir hennar segir í samtali við Mannlíf að hún hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika vegna heimilisofbeldis og margsinnis slasast undir þeim kringumstæðum. Áður hefur komið fram að sambúð Tómasar heitins Waagfjörð og eiginkonu hans hafi verið stormasöm. Miðað við lýsingar föður hennar þá er það líklega vægt til orða tekið.
Tómas var stunginn til bana á Ólafsfirði um síðustu helgi en kona hans var handtekin ásamt þremur öðrum. Hún er nýkomin úr gæsluvarðhaldi og átti enga hlutdeild í sjálfum verknaðinum, að sögn föðurs hennar. Hann hefur eftir dóttur sinni að gerandinn hafi verið í sjálfsvörn. Dóttir hans segir að Tómas fhafi fyrst beitt hnífi í átökunum. Vinur eiginkonunnar, sem nú er í haldi, skarst í leikinn, með þeim afleiðingum að Tómas hlaut stungusár sem dró hann til dauða. Vinur eiginkonunnar var að sögn vopnlaus.
Hún er nýkomin úr gæsluvarðhaldi. Faðir hennar hefur eftir henni að þetta hafi verið sjálfsvörn. Að hans sögn tók Tómas fyrst upp hníf en vinur sambýliskonunnar skorist í leikinn, með þeim afleiðingum að Tómas hafi hlotið stungusár sem dró hann til dauða.
Lokaði á tengdasoninn
Faðir konunnar segir að þau hafi byrjað að draga sig saman í upphafi síðasta árs og gift sig um jólin Hann segir að fyrst um sinn hafi honum þótt Tómas bera af sér góðan þokka. Það hafði þó ekki enst lengi. Hann hafi hætt að vilja eiga við tengdason sinn samskipti eftir að Tómas hringdi í hann og sagði honum að dóttir hans væri látin. Þá reyndist hún vera á spítalanum á Akureyri með slæma áverka. Faðir hennar segist ekki átta sig á því hvað hann var að fara með þessu en það hafi virkað á hann sem illkvittið og sjúkt grín.
Faðir konunnar er búsettur erlendis og segir það það hafa verið erfitt að geta ekki skorist í leikinn á einhvern hátt. Hann hafi þó reynt margt og meðal annars ítrekað haft samband við lögregluna hér heima. Eitt skipti hafi hann þó látið hringja í Neyðarlínunar hér heima en þá hafi dóttir hans tjáð honum að hún væri fótbrotin eftir mann sinn. Hann segir að lögreglan hafi farið á vettvang en þá hafi þau reynt að hylma yfir hvernig hún brotnaði. Lögreglan hafi því lítið getað gert. Faðir hennar segir eina mögulega ástæðu fyrir þessu, Tómas hafi þrýst á hana og sagt að ef hún segði frá þá færi hann beint á Litla-Hraun, þar sem hann var á skilorði.
Faðir konnar segir að þó hafi hún á þessu eina ári fengið marga alvarlega áverka. Auk fótbrots hafi hún hlotið rifbeinsbrot og einnig gat í lungað. Hann segir að þetta hafi allt verið skráð til bókar á spítalnum á Akureyri. Faðir hennar segir að ofbeldið hafi, líkt og er svo algengt, byrjað sem andlegt ofbeldi. Því næst hafi hann reynt að taka yfir öll fjármál konunnar. Hann segir dóttur sína nýlega hafa reynt að flýja aðstæðurnar. Hún hafi komist inn á geðdeild á Akureyri og leið að eigin sögn vel þar. Faðir hennar er þó ósáttur með að Tómas hafi fengið að hafa samband við hana þar en afleiðingar þess voru að hún fór aftur til hans með þeim ósköpum sem nú hafa komið á daginn.
Hann segir dóttur sína bera sig vel í dag eftir atvikum. Hún sé komin heim til sín á Ólafsfirði og er vinkona hennar hjá henni. Tómas lést á heimili umræddrar vinkonu svo báðar er í skiljanlega í áfalli.