Lögreglu barst tilkynning frá þreyttum íbúum í nótt en hafði það ekki fengið svefnfrið. Ástæðan fyrir því var sú að einn íbúi hússins var ofurölvi og ráfaði um stigaganginn. Reyndi hann ítrekað að komast inn í aðrar íbúðir en sína eigin sem endað með því að lögregla handtók manninn vegna ölvunarástands. Var hann látinn sofa úr sér í fangaklefa lögreglu og íbúar fengu svefnfrið. Skömmu síðar barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Gerandinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom.
Þá var aðili handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í íbúð annars aðila. Hafði hann bæði kastað til og skemmt húsgögn en var hann undir töluverðum áhrifum vímuefna. Reyndi hann einnig að kveikja í innanstokksmunum, án árangurs. Skemmdarvargurinn var handtekinn og látinn gista bak við lás og slá. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum fyrir samskonar brot.