Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

„Dagar styttast, máttur orða eykst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á sunnudag mæta skáldin Bergur Ebbi, Fríða Ásberg og Sjón á vínbarinn Port 9 á Veghúsastíg 9 kl. 20.30 og lesa upp úr nýjum bókum sínum. Bækurnar eru gefnar út af Forlaginu en viðburðurinn er að þessu sinni ekki á vegum útgáfunnar, heldur hluti af appelsínugulu upplestraröðinni.

 

„Langflestir höfundar eru með útgáfuhóf og þá er bókin kynnt og öllum velkomið að koma og hitta höfund og ræða málin, hlusta á upplestur og fá áritað eintak ef áhugi er fyrir því. Þetta eru vinsælir viðburðir og tækifæri fyrir vini og vandamenn að fagna með höfundi,“ segir Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins.

Bergur Ebbi, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður, er með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista, viðskipta og blaðamennsku. Hann mun lesa úr Skjáskot, sem er innblásin ritgerð um stöðu mannsins gagnvart tækninni í kjölfar sítengingar. Hver eru tengslin milli falsfrétta og gervigreindar? Hvernig líður okkur í heimi þar sem allar skoðanir og hugsanir eru flokkaðar, fá einkunn og umsagnir? Spurningarnar eru margar en flestar fá þær afgreiðslu þegar linsan er stillt á mikilvægasta miðil samtímans: skjáskotið.

Skjáskot.

Fríða Ísberg, rithöfundur og ljóðskáld, er meðlimur í sex kvenna ljóðakollektívinu Svikaskáld. Ljóðabók hennar, Slitförin, og smásagnasafnið Kláði, voru tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Hún mun lesa úr ljóðabók sinni Leðurjakkaveður, en í henni yrkir hún um viðkvæmni, vörn og togstreituna milli sviðsetningar og sannleika á tímum einstaklingsdýrkunar.

Leðurjakkaveður.

Sjón, skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og textasmiður, hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum. Hann mun lesa úr Korngult hár, grá augu, sem segir frá Gunnari Kampen sem er ungur Reykvíkingur, Verslunarskólagenginn og vel settur í lífinu, en vorið 1958 stofnar hann andgyðinglegan stjórnmálaflokk þjóðernissinna í Vesturbænum og tekur af kappi að leggja sitt af mörkum til ört stækkandi heimssamtaka nýnasista.

Korngult hár, grá augu.

„Jólabókaflóðið fer mjög vel af stað í ár og við merkjum góða stemningu og mikinn áhuga almennt. Umfang útgáfunnar er engu minna en verið hefur undanfarin ár,“ segir Guðrún.

- Auglýsing -

Það er því lag fyrir bókaunnendur að láta sér líka við síður bókaforlaganna á samfélagsmiðlum, fylgjast með viðburðum og hitta og ræða við höfunda og aðra bókaunnendur nú þegar bókaútgáfa stendur sem hæst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -