Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sjáðu Jóhannes Hauk og Vin Diesel í magnaðri stiklu Bloodshot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er alltaf gaman að sjá íslendinga gera það gott erlendis, og einn þeirra sem leikur á móti hverri erlendu stjórstjörnunni á fætur annarri er Jóhannes Haukur Jóhannesson.

 

Í kvikmyndinni Bloodshot sem frumsýnd verður árið 2020 leikur hann í þremur senum með Vin Diesel. Diesel leikur aðalhlutverkið, mafíósann Ray Garrison sem er reistur upp frá dauðum, og gefnir ofurkraftar. Á meðal annarra leikara má nefna Eiza González (Baby Driver), Guy Pearce (Memento) og Lamorne Morris (New Girl þættirnir).

„Samkvæmt treilernum úr Bloodshot sem kemur út á næsta ári er ég 195cm á hæð, 86Kg, fæddur í Bretlandi, tala bæði ensku og frönsku og er fæddur árið 1973. Til gamans má geta að ekkert af þessu er rétt. EKKERT!,“ segir Jóhannes Haukur á Facebook-síðu sinni, en eins og sést heitir hann Nick Baris í myndinnu.

„Ég er hinsvegar 186cm, 98kg, fæddur á Íslandi, tala bæði ensku og færeysku og er fæddur árið 1980.“

„Ég lék rússneskt illmenni og hann góða ofurhetjan. Ég er ekki aðalillmennið en einn af þeim sem eru ekki nægilega góðar manneskjur. Ég er ekki í aðalhlutverki en er nokkuð viss um að ég verði ekki klipptur út,“ sagði Jóhannes Haukur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í lok ágúst 2018 að loknum tökum.

- Auglýsing -

Bloodshot verður frumsýnd á Íslandi 21. febrúar 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -