Lögregla handtók í gærkvöldi mann í miðbæ Reykjavíkur. Fyrr um kvöldið hafði lögregla ítrekuð afskipti af manninum þar sem hann var sagður meðvitundarlaus vegna ölvunar en skömmu síðar var hann kominn inn á veitingastað. Þegar starfsfólk vísaði honum út neitaði hann að fara eftir fyrirmælum þess. Var hann því handtekinn og látinn gista í fangaklefa. Í hverfi 108 var bifreið ekið út a fog upp á umferðareyju. Ökumaðurinn fann til í hálsi og höfði eftir umferðaróhappið og var hann fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild.
Þjófar höfðu á brott með sér verðmæti úr sumarbústað staðsettum í Hafnarfirði. Tóku þeir meðal annars ryksugu róbot, sjónvarpi og öðrum verðmætum. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Í Kópavogi fann lögregla fíkniefnaræktun í iðnaðarbili. Plöntur og tæki voru gerð upptæk og skýrsla tekin af húsráðanda. Síðar um kvöldið, um klukkan hálf tólf, handtók lögregla konu í Grafarholti. Konan var undir áhrifum fíkniefna, öskraði stanslaust og var óviðræðuhæf. Sökum ástands var hún vistuð í fangaklefa lögreglu. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.