Einn var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna í miðbænum og nokkrir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í miðbænum í nótt. Þá var maður handtekinn grunaður um líkamsárás, hann var vistaður í fangaklefa og þótti með öllu óviðræðuhæfur.
Lögreglan hafði afskipti af manni sem svaf ölvunarsvefni í stigagangi fjölbýlishúss. Manninum var komið í skjól í úrræði Reukjavíkurborgar og fékk þar gistingu.
Í Hafnarfirði var lögreglan kölluð út vegna umferðaóhapps en maður hafði keyrt bifreið sinni á staur, hann reyndist einnig mjög ölvaður.
Eldur kviknaði í íbúð í Kópavogi, engin slys urðu á fólki en einhverjar skemmdir á húsnæðinu.