Þrír fjórtán ára drengir voru handteknir í nótt en að sögn lögreglu réðust þeir á fólk að handahófi, á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum. Þeir spörkuðu í höfuð fórnalamba ásamt því að ógna fólki með eggvopni. Málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar og voru drengirnir þrír vistaðir á viðeigandi stofnun. Tveir aðrir voru handteknir og kærðir fyrir vopnalagabrot í nótt.
Aðili á rafmagnshlaupahjóli féll af því og slasaðist, hann var undir áhrifum áfengis þegar slysið varð.
Þá var brostist inn í þrjú fyrirtæki og eina verslun í nótt, málin eru í rannsókn.