- Auglýsing -
Viðvörunarbjöllur glymja í Perlunni og fólki er gert að yfirgefa húsið hið snarasta. Heimildarmaður Mannlífs segir að fólk sé tregt til að yfirgefa húsið og sumir þverskallast við að fara út. Endurtekið í kallkerfinu að fólk er beðið að yfirgefa vegna elds. Einhverjir hafa orðið varir við brunalykt utandyra.
Í ljós kom að brunakerfið fór í gang vegna samloku sem var of lengi í grilli. Engum varð því meint af því sem gerðist.