Mikið óveður var á höfuðborgarsvæðinu í dag, lögreglan sinnti nokkrum útköllum vegna þessa. Lögregla kom að skútu við Ýmishöfn sem var hálfsokkin, einnig var tilkynnt um trampolín á flugi en lögregla náði að tryggja það fast áður en nokkuð tjón varð. Í miðbænum fauk ferðamaður í vindkviðu við Hallgrímskirkju og nefbrotnaði mögulega við fallið. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.
Maður kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu og hótaði lögregluþjónum, hann var vistaður í fangageymslu vegna þess en við öryggisleit fannst hnífur á manninum. Seinna í dag var starfsmaður verslunar handtekinn eftir afskipti af ungmennum sem grunaðir voru um þjófnað, starfsmaðurinn er sagður hafa gengið of langt og beitt þeim grunuðu ofbeldi. Málið er í rannsókn.